Enginn skúnkur í dós enda ekkert ljós!

Það hefur færst í vöxt að bjórsmiðir í fremstu handverksbrugghúsum heims tappi afurð sinni á dósir.  Þetta er hið besta mál því dósin er nefnilega það form sem varðveitir gæði bjórsins hvað best, það er svona sem bjórsmiðirnir vilja að þú upplifir bjórinn þeirra eða alla vega þeir sem hafa einhvern metnað fyrir því sem þeir eru að gera.

Kostirnir við dósina eru margir….til að byrja með eru þær bara mjög fallegar og glæsilegar, þegar menn leggja vinnu i að skreyta þær það er að segja.  Dósirnar eru mun meðfærilegri en flöskurnar, léttari og brotna síður og á þann hátt öruggari td í heita pottinn.  Það sem er hins vegar mikilvægast er að dósin ver bjórinn algjörlega fyrir ljósi en ljós skemmir bjórinn eða breytir honum alla vega til hins verra.  Talað er um „light struck beer“ eða „skunked beer„.

skunk-removal-300x217Já skúnkaður bjór, hvað í ósköpunum er það?  Jú þetta er í raun einföld efnafræði.  Í öllum bjór, reyndar í mismiklum mæli, eru humlar en í humlum eru m.a svo kallaðar iso-alfa sýrur, þessar sömu og gæða bjór lífi og beiskju og við elskum öll.  Það eru þessar sýrur sem bera dálítið ábyrgð á skúnkinum.  Það er nefnilega svo að þegar sólarljós lendir í bjórnum myndast orka sem knýr áfram ákveðin efnahvörf.  Þannig mynda alfa sýrurnar ásamt brennisteins samböndum í bjórnum ný „thiol“ sambönd (3-methyl-2-butene-1-thiol fyrir þá sem vilja vera nákvæmir) og það eru þessi thiol sambönd sem við finnum sem skúnk.  Reyndar eru þessi thiol einnig að finna í rassúða skúnksins.  Sama stöffið!  Þessi efnahvörf í bjórnum fara af stað um leið og ljós byrjar að leika um bjórinn og því má segja að ef maður situr úti í sólinni með bjór í glasi að þá er hann þegar byrjaður að skúnkast.  Það eru þannig nokkrir þættir sem vert er að hafa í huga svo maður skemmi ekki upplifunina, umbúðirnar eru númer eitt, alls ekki nota glærar flöskur, grænar eða bláar því þessar umbúðir hleypa ljósinu nánast óáreittu í gegn.  Þetta segir okkur t.d. að þegar maður drekkur bjór eins og Sol, Miller, Bud light og hvað þetta heitir nú allt saman í glæru flöskunum að þá er maður að drekka skúnkaðan bjór enda er þessi bjór viðbjóður.  Reyndar eru þessi bjórar með lítið humalmagn og því myndast ekki eins mikið af thiolum, en hann er samt vondur.   Brúnt gler er mun betra og dósin auðvitað best.  Svo ber að hafa í huga að láta ekki bjórinn standa í beinu sólarljósi á meðan maður er að njóta hans þó hann sé í brúnu gleri.  Reyna að hafa smá skugga á honum og drekka hann hratt!   Muna að vel humlaður bjór er gjarnari á að skúnkast.   Þetta færir okkur að næsta lið, humlahamingjunni.

Humlar eru dásamlegt fyrirbæri, þeir gæða bjórinn lífi, gefa beiskju og dásamlegt ávaxta-eða blómlegt yfirbragð.  Humlarnir eru hins vegar viðkvæmir fyrir tímans tönn því þeir missa máttinn ef svo má segja með tímanum.  Viðkvæmar olíur og sýrur í humlunum brotna niður eða breytast fyrir áhrif ljóss eins og áður hefur komið fram en einnig súrefni. Súrefni oxar humlana og skemma þá með tímanum, í dósinni er ekkert ljós og súrefni á mjög mjög erfitt með að komast að bjórnum ólíkt flöskubjór.  Þannig að humlarnir varðveitast betur í dósinni.  Er þetta eitthvað sem menn finna mun á?  Já ég get sagt ykkur að það er munur á bjór í flösku vs dós.  Ef við erum að tala um humlaðan bjór, t.d. IPA eða Pale Ale (sem á að drekka eins ferskt og hægt er) sem hefur verið tappað á dós og flösku á sama tíma þá er klár munur á gæðum nema þú sért að ná í þetta nokkurra daga gamalt.  Þetta er hægt að prófa t.d. hér heima með Punk IPA sem fæst bæði í dós og gleri eða Founders All Day Session IPA.

Sem sagt, til að varðveita gæði bjórsins hvað best þá er það bjór í dós, eins ungur og hægt er ef við erum með humlaðan bjór og ekki láta standa í glasinu í beinu sólarljósi og að lokum, drekka hann frekar hratt.  Ég segi alltaf við frúnna, sem á það til að njóta bjórsins svo í botn að hún dúllar sér við sama glasið í einhvera klukkutíma, „þú veist að bjórinn byrjar að skemmast um leið og hann lendir í glasinu“.   Þegar ofanritað er lesið þá er þetta reyndar ekki fjarri sannleikamum eða hvað?

2 athugasemdir við “Enginn skúnkur í dós enda ekkert ljós!

  1. Bakvísun: Flöskuþroskaður bjór, hvernig, hvar og hvers vegna? | Bjór & Matur

  2. Bakvísun: Grillað lamb í kirsuberjabjórlegi með kinoa-myntu salati með granateplum, pistashnetum og geitaosti. | Bjór & Matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s