Sumarbjórinn í þróun! Summer Peach Party Shake!

Ég held áfram í New England Pale Ale stílnum, nýjasta útgáfan kominn á kút og flöskur.  Ég notaði 1L af fersjumauki og 450g af mjólkursykri til að fá fram mjúka mjólkuráferð án þess að sæta bjórinn um of.  Það fóru svo 400g af humlum í þetta helvíti, Citra og Simcoe.  Kostaði sitt en vonandi þess virði en þessi bjór er til þessa dýrasti bjór sem ég hef bruggað.  Myndina gerði sonur minn Ísak Leó sem er algjör snillingur í þessu. Nokkuð flott bara!

SummerPeachBjórinn mattur eins og ferskjusafi í glasinu alveg eins og hann á að vera, í nefi eru ferskir humlar og ögn ferskja.  Í munni er mjúkur og fullur með þægilegt spriklandi gos.  Humlarir taka dálítið í fyrstu en svo koma fram allt það dásamlega frá humlunum, ávextir af suðrænum toga og loks látlaus en skýr ferskjukeimur.  Já ég held svei mér þá að ég hafi næstum náð þessu, ég verð að segja næstum því annars er ekkert gaman að þessu.   Svo er bara að sjá hvað gerist en til þessa hefur bjórinn minn verið mjög flottur í nokkra daga en missir svo einhvern veginn karakter.    Ég hef rætt þetta við einn magnaðasta bruggara okkar Íslendinga, Stulla hjá Borg og ætlar hann að líta við við tækifæri og vonandi spotta hvað er að.

Á nördanótunum (mest megnis fyrir mig bara) þá er þetta fyrsti bjórinn frá Nano sem er bruggaður með pH pælingum í meskingunni.  Í fyrsta sinn setti ég humlana út í Whirlpool (hrærði stöðugt í við kælingu til að fá hringiðu).  Kælingin fyrir gerjun tók aðeins of langan tíma samt, ætla að reyna að ná þessu niður fyrir 30 mín næst og prófa hop rest til að ná meira úr humlunum.  Loks gerði ég cold crash í fyrsta sinn, bara í sólarhring, hálf klúðurslegt samt en ég held að það hafi dregið töluvert úr gerinu í suspension. Hins vegar er hætta á að fá hér súrefni í bjórinn.  Þurrhumlun stóð í 4-5 daga með 200g af humlum. Vel á minnst, ég notaði tvo poka af blautgeri í bjórinn….hef ekki gert það áður.  Svo var ég svakalega og ekstra varkár með súrefni við átöppun, tæmdi kútinn vel með CO2 og tæmdi svo toppspace í lokinn.

Jább, ef menn líta við er sjálfsagt að fá smakk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s