Það er gaman að smakka nýjan bjór, eitthvað sem einhver góð sál hefur fært manni eða maður hefur dröslað heim frá útlöndum jafnvel. Stundum upplifir maður eitthvað stórkostlegt. Það er enn skemmtilegra að deila þessum mómentum með góðu fólki og þá er einnig auðveldara að smakka meira ef fleiri eru um það að færa björg í bú.
Ég plataði því vin minn Ólaf Darra leikara og dansdrottninguna hans Lovísu Ósk ásamt eigulegustu eiginkonu í heimi Sigrúnu Ásu í bjórklúbb með mér. Nú hittumst við reglulega og smökkum eitthvað geggjað annað slagið. Ég mun smella inn á bloggið ef eitthvað sérstaklega spennandi dúkkar upp.