Matti bjórinn orðinn vinsæll!

trillium-ddh-fort-point1
Trillium í Boston er eitt þeirra brugghúsa sem þekkt er fyrir New England IPA

New England style IPA er fyrirbæri sem maður er að heyra æ oftar í bjórveröldinni hér heima.  Ég skal viðurkenna að það er í raun ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég heyrði þetta hugtak fyrst.  Hins vegar hef ég í gegnum tíðina alltaf verið hrifnastur af möttum og „mjúkum“ bjór, sá síaði tæri minnir mig of mikið á lager held ég.  Fyrir mér á IPA að vera mattur t.d..  Höfuð einkenni New England IPA er einmitt það að hann er mattur og þéttur.  Þessi bjórstíll er reyndar tiltölulega nýr af nálinni í Bandaríkjunum og virðist nú vera að ná gríðarlegum vinsældum þar.  Sumir segja að þessi stíll hafi byrjað með Heady Topper frá Alchemist, líklega einn eftirsóttasti bjór veraldar?  Ég skal ekki segja en ég get þó sagt það að þessi bjórstíll er algjört hnossgæti.  Einkennandi fyrir stílinn auk útlits er mjúk áferð og safaríkir suðrænir humlar.  Það er mikið af humlum í bjórnum en ekki mikil beiskja, eða beiskjan er ekki í aðalhlutverki.  Þetta er eitthvað sem mig langar að brugga á nano og því hef ég nú ákveðið að láta vaða. Ég ætla að hella mér út í tilraunir.  Það má því búast við að ýmsar útgáfur detti undir á nano þar til fullkomnun er náð.  Ef einhver þarna úti er með góð ráð fyrir mig þá er um að gera að deila því hér 🙂

Næsti bjór með framandi humlum.

20160917_144527-1
Já það er komið að næsta bjór, ég verð að fara koma bjór á dælurnar á nano.  Ég á fullt af alls kona humlum, Amarillo, Chinook, Cascade, Nelson, Mosaic ofl.  Humlar sem þarf að nota en svo er maður alltaf spenntur fyrir nýjungum.   Ég var því afar kátur þegar Hrafnkell (brew.is) sýndi mér glænýja sendingu af Azacca, humlar sem ég einfaldlega hafði ekki heyrt um fyrr en nýlega í tengslum við Cigar City /Borg collabið.

Azacca er nafn á guði landbúnaðar á Haiti, amerískt afbrygði sem er tiltölulega ný til komið á markað.  Lýsingarnar á eiginleikum hans eru lofandi „dual-use hop, giving off a pleasant mix of tropical fruits kissed with citrus. On the palate this hop is particularly spicy, with mango, pineapple and some pine-like and tangerine-esque qualities“.

Alla vega mig langar að nota þennan í næsta bjór og haug af honum, ég mun svo nota allt hitt líka til að klára lagerinn minn.  Grunnuppskriftin verður Pliny klónn frá Kela, bjór sem ég hef gert áður og er gríðarlega góður nema nú verður hann jú með bland í poka humlum og vonandi einhver tropical áhrif frá Azacca 🙂

nano bjórbar opnar formlega

wp-1473289616588.jpgHinn 3. september 2016 ákvað ég að opna nano bruggbar „formlega“.  Að sjálfsögðu bara enn ein afsökunin fyrir að fá góða gesti í heimsókn og svo er þetta alltaf viss pressa á að klára það sem klára þarf.  Já og er ekki alltaf gaman að fá smá hrós fyrir verkin sín? Ég held að ég hafi náð að klára nánast allt og telst bruggbarinn í raun full kláraður.  Það má þó alltaf ditta að og bæta við.  T.d. er næsta skref að smíða handföng á dælurnar tvær.

Alla vega, það var mjög góðmennt á þessum viðburði sem fór fram sem innlit milli kl 16 og 20.  Tvær gerðir bjórs voru í boði á dælu Paradox IMP og Punk Wanna B.  Ég verð að segja að Punkinn var ofsalega vel lukkaður og ég er afar stoltur yfir feedbackinu frá gestum.  Það er mikilvægt að heyra hvernig mönnum líkar bjórinn svo framþróun geti átt sér stað, ég er þó nokkuð viss um að flestir myndu ekki gefa slæma dóma en Hauk Heiðar Leifsson treysti ég til að koma með ófegrað álit og það sama á við um þá félega í Digra brugghúsi Gunnar Óla, Inga Má og Andra Þór (Járn og Gler).  Ég má til með að bæta því við að allir þessir voru bara nokkuð ánægðir með ölið.   Bjórinn kláraðist um kl 19:00 en þá voru dósir frá Gæðingi í boði, Sumar Tumi og Micro og allir bara sáttir.

Ég vil svo bara þakka fyrir innlitið kæru vinir.  Hlakka til að fá ykkur aftur í smakk.

Styttist í formlega „opnun“ nano!

 

Nú er allt að verða klárt fyrir opnun nano sem er líklega minnsti brewpöbb veraldar.  Það er samt nóg eftir að gera.   Ef einhver á barstóla, helst úr við sem hann vill losna við eða selja mér fyrir lítinn pening þá má endilega láta mig vita!

Stefni á að opna formlega þarnæstu helgi, þá ætti líka nýja batchið af Punk Wanna B að vera klár á dælu og svo er enn til slatti af Paradox Imp. Stout.  Það skal tekið fram svona svo enginn misskilningur eigi sér stað að þetta er jú bara gert til gamans og eigin nota.  Það er samt alltaf gaman að fá gesti til að meta afraksturinn ef einhver á leið hjá!

Fyrsti imperial stoutinn á nano

Jább…þessi er farinn að flæða, 8.7% imperial stout.  Enn og aftur er þetta klónn úr BrewDog bókinni, Paradox serian.  Hann átti reyndar að verða 10% en þetta er útkoman.  Engu að síður er ég mjög ánægður með minn fyrsta imperial stout.  Þetta er liður í að finna góðan base fyrir tunnutilraunir ofl.   Er með 19 lítra af þessu á dælu og ég vil fá feedback…bankið uppá hjá mér í dag…er að vinna í skúrnum20160803_143907.jpg

Punk Wanna B kemur vel út

20160801_130924 (2).jpg

Ég gerði enn eina uppskriftina úr BrewDog bókinni um daginn, Punk IPA klón.  Gertími var rétt um 11 dagar og svo henti ég honum á kút og þurrhumlaði í kútnum á meðan ég fór erlendis í 12 daga.  Útkoman er flott og má nú smakka Punk Wanna B á krana á Nano hjá mér.  Reyndar komu upp smá vandræði sem ég er að skoða, eitthvað aukabragð sem ekki var fyrst er að gera vart við sig…þetta er eitthvað sem vinir mínir finna ekki svo sem en þar sem ég er nú aðalega að brugga fyrir sjálfan mig þá er þetta ekki nógu gott.  Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, þ.e.a.s ég er ánægður með ölið en svo daginn eftir eða svo er hann bara ekki eins góður.  Gunnar Óli (snillingur í bjór og bruggi) er að spá í súrefnisáhrifum og það er vert að skoða.  Við ræddum einnig um mögulega áhrif  frá geri sem hefur þyrlast upp.  Það gæti nefnilega vel verið.  Ég hef því ákveðið að láta kútinn standa í tvo daga og sjá hvort þetta lagist.  Á þeim tíma ætti ger í upplausn að hafa botnfallið.  Er einhver þarna úti annars með hugmynd?