nano lifnar við!

Það hefur verið dálítið erfitt að horfa upp á tómar bjórdælur og gerkúta undanfarna mánuði.  Ég ákvað nefnilega að leggjast í framkvæmdir sem dróust á langinn en eru loksins búnar.  Sjálft brugghúsið þurfti flísar á gólf og svo smá uppfærslu til að gera allt meira vistlegt.  Nú er þetta klárt og meira að segja kominn bjór á kút fyrir nano bar.  Jább Belgian Mild Ale með léttu hoppi  skulum við kalla hann. Alls ekki mitt besta verk en alla vega ágætis byrjun. Svo er það stóra málið, fyrsti New England IPA bjórinn minn en ég hef lengi stefnt á að prófa mig áfram í þeim stíl, fyrir þá sem vilja prófa svona bjór þá er Borg brugghús einmitt að kynna núna einn slíkan á Kex sem þeir kalla Sæmund og er með mango.  Ég ákvað að henda í svona bjór í vikunni, við getum kallað hann NE Zombie pale þar sem ég notaði Zombie Dust uppskriftina frá Kela nema með þó nokkrum breytingum.  Ég minnkaði pale maltið en á móti hafði ég hafraflögur 300 g og hveitiflögur 300 g.  Svo eru 300g af Citra og Simcoe humlum í þessari dásemd (ég vona að þetta verði dásemd sko), 150 g við lok suðu og svo mun ca 150 g fara í þurrhumlun á næstu dögum.  Held að þetta geti ekki klikkað, þetta er þó tilraunalögun því næstu brugg munu verða fínpússun á þessum stíl.  Ég sé fyrir mér líka að taka Omnipollo tvist á þetta og gera einhvern sumar bjórmjólkurhristing með mango eða ferskjum ef vel gengur.

Það er gaman að vera kominn í gang aftur og það verður gaman að geta tekið á móti góðum gestum.  Svo má geta þess hve spennandi bruggun getur verið, í gær opnaði ég gamlan bjórkút sem ég hélt að væri tómur.  Ég ætlaði að þrífa kútinn og gera klárann fyrir sódavatn en viti menn, það var bjór í kútnum….ekki mikið bara ca 1 L eða varla það.  Lyktin var dásamleg upp úr kútnum.  ‘Eg mundi svo að ég hafði átt þetta eftir frá því í sumar, þetta var Paradox imp stout sem ég bruggaði í byrjun sumars og var bara helvíti góður.   Eftir að hafa þroskast þarna á þessum kút í þessa mánuði var hann orðinn virkilega flottur.  Jább gaman að þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s