Warpigs í Kaupmannahöfn

006Warpigs er einn af þeim stöðum sem maður verður að skoða í Kaupmannahöfn, jafnvel þótt maður sé ekki mikill bjóráhugamaður.  Warpigs er í eigu Three Floyds og Mikkeller sem bæði eru stór nöfn í bjórheiminum.  Three Floyds er lítið handverks brugghús í Munster Indiana í Bandaríkjunum.  Þeir hafa verið að síðan þeir opnuðu árið 1996 og eru í dag með þekktari bjórgerðum í heimi.  Bjór þeirra er vægast sagt ögrandi og gríðarlega vinsæll og hefur unnið til margra verðlauna.  Þeir eiga nokkra hype bjóra ss Dark Lord sem slegist er um þegar hann kemur út ár hvert og svo þarf að nefna Zombie Dust sem margir þekkja sem besta Pale Ale í heimi ofl.  Það er erfitt að fá bjórinn þeirra því þeir eru ekki stórir og senda aðeins til nokkurra ríkja í Bandaríkjunum.  Í Evrópu er nánast ómögulegt að komast í Three Floyds bjór.  Warpigs bjórinn er bruggaður á staðnum en hann er samt sem áður handverk Three Floyds að hluta til og túlkun þeirra á bjór skín vel í gegn og því kjörið tækifæri að smakka bjór frá þessum köppum í Kaupmannahöfn en á Warpigs eru 22 kranar af geggjuðum bjór.

„Hægeldað ferskt kjöt og heimsins besti bjór með í miðju kjötþorpi borgarinnar, getur það klikkað? Það held ég ekki!“

Það þarf ekki að selja þetta frekar, sjáðu þetta fyrir þér, Warpigs er staðsettur í „kjötþorpinu“ eða kødbyen í Kaupmannahöfn, já þú ert að lesa rétt, kjötþorpinu.  Við erum að tala um lítið hverfi eða stórt torg ekki svo íkja langt frá Hovedbanegården (lestastöðinni) sem samanstendur af helling af kjötbúðum, kjötvinnsluhúsum og veitingahúsum sem sérhæfa sig í kjöti af öllum toga, Tomma Borgari er meira að segja á staðnum ef maður er í stuði.  Mitt í þessu öllu saman er svo Warpigs og það er sko ekki tilviljun því þeir státa af geggjuðum reykofnum þar sem þeir hægelda bæði nauta- og svínakjöt af ýmsum toga í fleiri fleiri klukkutíma.  Kjötið er alltaf ferskt og svo fær það að malla í allt að 14 tíma áður en það er framreitt.  Það skemmtilega við staðinn er að ef þú ert seinn á ferð geturðu vel lent í því að kjötið sé búið því þeir byrja alltaf daginn með fersku kjöti sem svo bara klárast þegar það klárast sama dag.  Ég prófaði að heimsækja staðinn bæði að degi til og svo kl 18:00 á fimmtudegi.  Um daginn var nánast enginn á staðnum en um kvöldið var allt pakkað, ég fékk þó pláss til að borða en mögulega þarf maður að bíða eitthvað ef maður er þarna á háanatíma, já og kjötið var ekki búið.

021Það er ágætt að vita að Warpigs er ekki „fine dining“, hér er öll áhersla lögð á gott hráefni bæði í mat og drykk. Þetta er paradís fyrir rándýrið í okkur, svo mikið er víst. Staðurinn er mjög hrár, þú mætir nærð þér í álbakka og ferð að kjötborðinu og pantar þann bita sem þér langar í, það eru nokkrir mismunandi í boði, svo er eitthvað meðlæti og sallat einnig með.  Þetta færðu svo á álbakkann þinn beint, engir diskar eða handþurkur, ekkert rugl.  Servétturnar eru á stórum stórum klósettrúllum inní sal.  Loks ferðu að barnum og pantar eitthvað geggjað með að drekka.   Síðan finnur maður sér sæti á trébekkjum í rúmgóðum matsalnum eða ef sólin skín úti á kjöttorginu sjálfu og fylgist með fólki rífa í sig kjöt af öllum stærðum og gerðum á torginu því á sumrin eru oft einhverjir kjötbásar á miðju torginu og heilmikið stuð.  Það eru svo nokkrar mismunandi sósur á borðunum sem maður getur leikið sér með.  Sem sagt ekkert „dress code“, bara að mæta og njóta og muna að kjötið klárast mögulega þegar líður á kvöldið.  Það er rétt að taka það fram af gefnu tilefni að ef þig langar að æfa skóladönskuna og láta ljós þitt skína þá er það ekki sniðugt á Warpigs því staffið er mjög fjölþjóðlegt og fæstir frá Danmörku en þú gætir lent á íslensku stúlkunum tveim, reyndu að spotta þær.  Hér er annars enskan tungumálið sem gildir og já, ekki endilega búast við því að geta talað saman undir fjögur rómantísk augu því á kvöldin ómar allt hér af dauðarokki af bestu gerð enda eru þeir Three Floyds þekktir fyrir mikla dýrkun dauðarokks.

Ég má svo til með að benda á minn uppáhalds bjór sem oft er þarna á krana, Real Estate Mongol sem er 5 eða 6% pale ale með Citra humlum ofl eða það held ég amk, það er svo sem ekki auðvelt að fá upplýst hvaða hráefni eru í Warpigs bjórnum.  Ég held að þetta sé annað nafn á Zombie Dust sem nefndur var hér að ofan, en hver veit, menn eru ekki á eitt sáttir um þetta mál?  Þegar hann er ferskur er hann með því betra sem maður lætur ofan í sig.  Annar sigurvegari er svo Big Drunk Baby sem er stórkostlegur DIPA.

Real time kranalisti sést hér

This slideshow requires JavaScript.

3 athugasemdir við “Warpigs í Kaupmannahöfn

  1. Bakvísun: Skýjaða NEPA æðið á Íslandi! | Bjór & Matur

  2. Bakvísun: Kexmas session IPA frá KEX! | Bjór & Matur

  3. Bakvísun: Meira um Bjórhátíð á Kex! Cycle Brewing, KEX Brewing collab ofl spennandi! | Bjór & Matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s