Øl og Brød by Mikkeller

179Øl og Brød er tiltölulega nýr staður sem tilheyrir Mikkeller veldinu.  Staðurinn er ca 10-15 metrum frá allra fyrsta stað Mikkeller, „ground zero“ eða Mikkeller bar Viktoriegade.  Hér er þjóðarréttur Dana í sviðsljósinu, smurbrauð eða Smørrebrød eins og Danir kalla það.  Danir drekka venjulega snaps skot með smurbrauði sínu og það er vissulega hægt að fá snaps á Øl og Brød.  Hins vegar er Mikkeller fyrst og fremst bjórframleiðandi og því höfum við 10 krana að moða úr á staðnum.  Á þessum 10 krönum eru 5 fastir bjórar og svo 5 sérvaldir breytilegir bjórar sem passa með smurbrauðinu hverju sinni.  Já bæði bjór og smurbrauð breystast nefnilega reglulega.  Megin þema staðarins er pörun matar við bjór og snaps.

Staðurinn er pínu lítill með aðeins um 7-8 borðum.  Boðið er uppá smurbrauð frá kl 12 til 16 eða 17 og svo er lokað í klukkutíma.  Kl 18 opnar staðurinn svo aftur með kvöldmatseðli sem ekki inniheldur smurbrauð. Áfengi er svo serverað til 23:00. Ekki virðist þurfa að panta borð á þessum stað en hafa ber í huga að hann er mjög lítill.

186Þegar ég var þarna á miðvikudegi voru tvö borð upptekin.  Fredrik þjónn tók vel á móti mér.  Glaðbeittur og vinalegur.  Ég valdi mér tvö smurbrauð sem er passlegt fyrir fullvaxta svangan karlmann.  Ég vildi sjá hvaða bjór þeir mæltu með fyrir klassíska kæfu og beikon smurbrauðið og svo fékk ég mér Andabringubrauð einnig.  Fredrik virtist vera með þetta á hreinu, hann gat mælt með mismunandi öli og spjallað um eiginleika öls og rétts.  Ég lét hann sjá um valið en hann var mjög viljugur að láta mig fá smakkprufur af hinu og þessu ölinu til að prófa og sjá hvernig það breytti réttnum.  Það þurfti ekki mikið til áður en við vorum báður komnir á flug að ræða bjór og mat.  Mjög gaman.  Maturinn var frábær, bjórinn sem mælt var með var mjög passandi þó ég hefði sjálfur valið annað með Andabringunni, en það er önnur saga.  Ég kom út pakksaddur og glaður og borgaði 5300 kr fyrir tvö smurbrauð og 3 bjóra sem mér finnst mjög sanngjarnt.

Ég mæli eindregið með þessum stað ef áhugi er fyrir vel lukkaðri bjór og matarpörun. Svo er vel gert smurbrauð bara svo ljómandi gott. Frábært!

Ein athugasemd við “Øl og Brød by Mikkeller

  1. Bakvísun: Bjór og danskt Smurbrauð | Bjór & Matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s