Himmeriget Kaupmannahöfn

148

Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum eru þreyttir á Mikkeller veldinu og öllum þeim stöðum sem þeir hafa dreift um  alla borg þá er hægt að skoða Himmeriget.  Himmeriget, sem myndi skrifast sem Himnaríkið á íslensku er lítill bar á Åbulevarden í Nørrebro í eigu Jeppe Jarnit Bjergsø (Evil Twin Brewing) og tveggja félaga hans.  Annar þeirra er einnig meðeigandi Jeppe í Drikkeriget sem er ansi umfangsmikill bjór inn- og útflytjandi.  Það er dálítill misskilningur að Himmeriget sé Evil Twin bar en óneytanlega eru miklar líkur á að finna bjór frá Evil Twin á krana en það er alls ekki gefið.   Það sem gerir Himmeriget dálítið sérstakt er nánast fáránlega flottur flöskulisti með helling af sjaldgæfum perlum inn á milli.  T.d. má nefna að Cantillon listinn er sá lengsti sem ég hef séð fyrir utan Cantillion í Brussel.  Þar má nefna Lou Pepe og Fou’ Foune sem óhætt er að segja að séu gríðarlega hypaðir bjórar og mjög erfitt að komast yfir flösku.  3 Fonteinen, annað frábært belgískt „lambic“ brugghús fær mikla athygli á listanum einnig.  Það góða við þetta allt er svo að flöskurnar eru á mjög flottu verði, t.d. er stór flaska (75cl) af Lou Pepe á 230 danskar eða litlar 3750kr þegar þetta er ritað.  Það er í raun bara rugl verð fyrir svona bjór á bar í Danmörku.

123

Talandi um 3 Fonteinen þá sagði Dennis mér áhugaverða sögu um Jeppe og 3 Fonteinin.  Dennis er belgískur barþjónn á Koelscip (nánar um það síðar) sem kann sitt fag og veit sitt hvað um bjórsenuna.  Skv Dennis er það Jeppe, og áhuga hans á súrbjór, að þakka að 3 Fonteinen er starfrækt í dag.  Sagan segir að fyrir nokkrum árum hafi einhver bilun átt sér stað í hittastilli í geymslum 3 Fonteinen sem olli því að hitastigið hækkaði og stór hluti framleiðslunnar sem kúrði í flöskum til þroskunnar sprakk.  3 Fonteinen horfði fram á gjaldþrot.  Jeppe ásamt félögum í Drikkeriget vildu reyna að hjálpa þessu flotta belgíska brugghúsi ,enda gera þeir með betri súrbjórum þessarar veraldar, ss Frambosen bjórinn þeirra.  Á þessum tíma, 2011 var CBS, ein virtasta bjórráðstefna veraldar í dag, ekki bara rekin af Mikkeller eins og hún er í dag.  Nei Jeppe ofl komu einnig að henni og þeir báðu 3 Fonteinen að brugga sinn rómaða Framboise hindberjasúrbjór fyrir ráðstefnuna.   Í fyrstu voru þeir dálítið tregir til en þegar Jeppe er búinn að ákveða eitthvað þá venjulega verður það að veruleika.  Á endanum brugguðu þeir bjórinn fyrir samkomuna og bjórinn sló að sjálfsögðu algjörlega í gegn.  3 Fonteinen var aftur komið á kortið og gátu haldið áfram að brugga frábæran villibjór.  Já, þetta er haft eftir Dennis á Koelscip.

169Himmeriget er með 10 krana og um 270 flöskur og svo svakalega flott úrval af Whiskey ef menn eru í slíku.  Smá snarl er hægt að fá, litlar pizzur 4 tegundir, pylsur, ólifur og hnetur.  Þetta er því ekki staðurinn sem þú ferð á ef þú ert að fara út að borða eða villt skoða langan lista af kranabjór, hingað ferðu til að fá stórbrotið úrval af flöskubjór á frábæru verði.  Hingað ferðu líka ef þú hefur lesið um Cantillon Blåbær sem er bláberja gueuze bruggaður fyrir Jeppe og Ølbutiken eingöngu.   Þetta er bjór sem kemur núna einu sinni á ári og myndast þá langar raðir fyrir utan Ølbutiken.  Í dag er hins vegar stór hluti framleiðslunnar sem fer til Himmeriget.   Ég var svo lánsamur að fá eina flösku í heimsókn minni á barinn, 2016 útgáfuna.  Flottur bjór, góður súrbjór en engin himnasæla.

Ein athugasemd við “Himmeriget Kaupmannahöfn

  1. Bakvísun: Koelschip & Mikkeller & Friends – nano

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s