B R U S í Kaupmannahöfn

20161116_191645_001Þar kom að því, snillingarnir þeir Tore og Tobias á bak við To Øl, opnuðu loksins þeirra eigin stað og þeir gerðu það með látum.  Þeir létu sér ekki næga að opna lítinn bar eða flöskubúð, nei þeir gerðu það allt, bar, búð, brugghús og veitingastað.  Þetta er í raun magnað því líkt og Mikkeller þá eru eða voru To Øl flökkubruggarar sem áttu ekkert brugghús heldur brugguðu bjór sinn í brugghúsum um víða veröld.  Þeir gera þetta vissulega enn nema að nú eru þeir líka með sitt eigið brugghús, BRUS.   Það er dálítið skemmtilegt að sitja hér á barnum þeirra og hugsa nokkur ár til baka, ég held það hafi verið 2014 þegar við Tobias sátum á Kexinu og ræddum málin en hann hafði verið þar í tengslum við árlega bjórhátíð á Kex.   Ég man eftir að hafa furðað mig á því við hann af hverju To Øl með sitt „repp“ og flotta vöru opnuðu ekki sinn eigin bar (þeir eiga reyndar bari með Mikkeller , eins og t.d. Mikkeller & Friends Reykjavík).  Ég man bara eftir glottinu sem færðist yfir andlit Tobiasar, „man ved ju ikke hvad sker“ sagði hann bara.  Ég vissi svo sem hvað hann átti við, þeir væru að skoða eitthvað en ég bjóst samt ekki við þessu útspili.

20161116_192226

Barinn er stór og rúmgóður og mjög stílhreinn.  Langur viðarbar og trékollar og svo borð við veggina.  Öðru meginn gengur maður inn í glæsilega flöskubúð og hinu meginn endar barinn í veitingastaðnum Spontan sem ég mun fjalla um sér.  Svo má sjá gerjunartanka og eikartunnur og ýmis konar brugggræjur meðfram veggjum inn að miðju staðarins.  Staðurinn pakkar 32 krönum en 8 af þeim eru fráteknir fyrir kokteila, jább þeir dæla mismunandi kokteilum af krana sem koma nánast tilbúnir út.  Restin er hins vegar bjór og þá erum við ekki að tala um neitt slor.  Flest er frá þeim sjálfum, BRUS og svo To Øl en einnig gestaöl frá uppáhalds framleiðendum þeirra félaga og eins og flest í þessum bjórheimi þá er kranalistinn síbreytilegur.  Svo er hægt að fá alls konar snarl á barnum, ss hamborgara en ég prófaði ekkert að þessu sinni þar sem ég átti borð pantað á Spontan.
Þjónustan er vinaleg, barþjónar tala ýmsum tungum, sænsku, ensku ofl og þeir virðast sæmilega vel að sér í bjórmálum.  Ef maður er svo búinn með alla bjóra á kranalistanum eða líst ekki á listann af einhverri furðulegri ástæðu er hægt að skella sér í flöskubúðina sem er samtengd barnum og skoða þar úrvalið því hér má drekka bjórinn á staðnum eða borga meira fyrir hann og taka með heim.  Búðin lokar reyndar kl 22:00 en það má þó áfram sitja þar í rólegheitunum með bjór frá barnum frammi.  Úrvalið er mjög gott en megin áhersla er þó lögð á To Øl bjór og Mikkeller.  Ég fann þó slatta frá Omnipollo og svo eru belgískir bjórar áberandi einnig.

20161116_192144Það er óhætt að mæla með góðri kvöldstund á BRUS, hér fær maður í raun allt sem þarf.  Notalega stund á barnum, barsnarl eða ef maður vill „fine dining“ þá er Spontan innan seilingar (panta þarf borð samt) og svo getur maður verslað flöskur til að taka með sér heim. Borðleggjandi.

2 athugasemdir við “B R U S í Kaupmannahöfn

  1. Bakvísun: Spontan Kaupmannahöfn – nano

  2. Bakvísun: Meira um Bjórhátíð á Kex! Cycle Brewing, KEX Brewing collab ofl spennandi! | Bjór & Matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s