Kaupmannahöfn, bjórmekka!

140762_brus_9_photo_brus
BRUS brewpöbb á vegum To Öl í Kaupmannahöfn

Flestir sem eru að fikta við bjór í dag kannast við Mikkeller, danska farandsbjórsmiðinn sem, þar til mjög nýlega, bruggar bjór sinn bara í þekktum brugghúsum víðs vegar um heiminn en ekki í sínu eigin brugghúsi eins og venja er. Mikkeller, sem stjórnað er af hugmyndasmiðnum og snillingnum Mikkel Borg Bjergs∅ er í dag eitt stærsta nafn bjórheimsins og ég held að ansi margir bjórgerðarmenn og konur miði sig dálítið við hann.  Mikkeller er alla vega óhætt að segja að sé brautryðjandi í nútímabjórgerð en þar á bæ setja menn sér engin takmörk og bjór þeirra er gríðarlega eftirsóttur um heim allan.

Mikkeller hóf göngu sína í höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn 2006 og nokkrum árum síðar opnuðu þeir sinn fyrsta bar, Mikkeller Bar á Viktoriagade sem sló strax í gegn.  Hér var kominn reitur þar sem menn gátu drukkið hinn eftirsótta Mikkeller bjór ásamt bjór frá flottustu brugghúsum veraldar á þessum tíma.  Fyrir mína parta var þetta fyrsti vísirinn af bjórmekka í borginni því þó að á þessum tíma hafi verið nokkrir barir í Kaupmannahöfn sem voru farnir að bjóða upp á handverks bjór (aðalega belgískt öl) þá var Mikkeller bar í mínum huga það eina sem kallaði á mig sem bjórnörd, þeir voru einfaldlega með betri bjór í boði.   Reyndar hef ég alltaf verið spenntur fyrir N∅rrebro Bryghus í Kaupmannahöfn sem opnuðu dálítið áður en Mikkeller komst á kortið.  NB er brewpöbb sem bruggar margar tegundir bjórs sem þeir bjóða uppá á staðnum en auk þess er hluti staðarins lagður undir veitingahús þar sem „þemað“ er bjór og matur.  Það var t.d. á N∅rrebro Bryghus sem ég komst fyrst í snertingu við matar/bjórpörun fyrir alvöru.

Koelschip
Koelschip, staðurinn fyrir villibjórinn

En til að gera langa sögu stutta (lengri pistill kemur síðar), þá jukust vinsældir Mikkeller jafnt og þétt á árunum eftir opnun barsins og þeir fóru að bæta við börum á heims vísu sem og í höfuðborginni.  Í dag eru þeir með marga staði með mismunandi áherslum.  Staður númer tvö var Mikkeller & Friends sem þeir opnuðu með dönsku félögum sínum í To Øl.  Þessi staður var enn stærri og með enn fleiri krönum en Mikkeller barinn á Viktoriagade. To Øl var á þeim tíma byrjað að verða nafn í bjórheiminum, í dag hins vegar eru þeir orðnir mjög stórir og álíka þekktir og sjálfur kóngurinn Mikkeller. Fleiri staðir bættust svo við, svo sem Koelschip sem einblínir á sjaldgæfan belgískan villibjór og með því, við erum að tala um Cantillon, Oud Beersel, 3 Fonteinin ofl , Øl og Br∅d þar sem „þjóðarréttur“ Dana smurbrauð fær að njóta sín með sérvöldu öli frá Mikkeller og fleirum, WarPigs sem er líklega einn fárra staða í veröldinni sem býður uppá bjór frá Three Floyds sem eru einfaldlega insane bjórsmiðir.  Mikkeller og Three Floyds eiga staðinn saman og brugga bjórinn á staðnum.  Auk bjórs færst þarna alls konar kjöt sem er reykt í sérstökum reykofni á staðnum.  Dásamlegt!  Við erum ekki hætt með upptalninguna, nei Mikkeller rekur svo tvo Ramen to Bíiru staði í borginni, hér erum við með Japanskan „street food“ stað þar sem þú færð Ramen rétti með Mikkeller öli og svo er auðvitað flöskubúðin þeirra Mikkeller Bottleshop sem er sniðugt að skoða og birgja sig upp fyrir heimferðina, loks má nefna Mikropolis sem er lítill og notalegur kokteilbar með 10 Mikkeller krönum og flottu flöskuúrvali.  Hér kemurðu með vinina sem vilja ekki bjór, ef þú átt þannig vini.

Image result for warpigs brewpub
WarPigs, kjöt kjöt kjöt….og svo dásamlegur bjór með

Eins og ofantalið sé ekki nóg, þá er enn meira að skoða í Köben því To Øl, þessir snillingar sem að mínu mati hafa náð fram úr lærimeistara sínum Mikkel í bjórgerðinni.  Þeir hafa loksins opnað sinn eigin stað, BRUS sem er brewpöbb með 33 krönum með bjór sem bruggaður er á staðnum eða To Øl bjór sem bruggaður er um víða veröld.  Auk þess er á sama stað veitingastaðurinn Spontan þar sem fókusinn er á pörun bjórs og matar.  Spontan stendur undir nafni því matseðillinn er stöðugt að breytast því yfirkokkurinn, Christian Gadient sem er yngsti Michelin stjörnukokkur Dana, lætur bara ráðast hvað hann vill að verði á matseðlinum hverju sinni.   Þetta er eitthvað sem ég held að eigi eftir að slá í gegn í Danmörku á næstu misserum.  Loks til að hafa þá með þá er Evil Twin Brewing, sem er Jeppe Jarnit Bjerg∅, tvíburabróðir Mikkels tiltölulega nýlega búinn að opna lítinn bar í heimalandi sínu Danmörku.  Jeppe býr nefnilega í New York þar sem hann breiðir út boðskap sinn með T∅rst sem er fyrsti bar veraldar til að fá Michelin stjörnu.  Barinn í Kaupmannahöfn heitir Himmeriget og ég veit í raun sáralítið um staðinn.

Sem sagt, það er nóg um að vera í Kaupmannahöfn ef maður hefur áhuga á bjór og mat og því hefur nano ákveðið að skella sér til borgarinnar og taka þetta allt saman út.  Ég hef svo sem prófað  Mikkeller bar og Warpigs og já auðvitað N∅rrebro Bryghus en þá er það upptalið.  Það er því nóg eftir að prófa og skrifa um.  Ferðin hefst á morgun 14.11 og mun ég setja inn nánari umfjöllun þegar heim er komið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s