Næsti bjór með framandi humlum.

20160917_144527-1
Já það er komið að næsta bjór, ég verð að fara koma bjór á dælurnar á nano.  Ég á fullt af alls kona humlum, Amarillo, Chinook, Cascade, Nelson, Mosaic ofl.  Humlar sem þarf að nota en svo er maður alltaf spenntur fyrir nýjungum.   Ég var því afar kátur þegar Hrafnkell (brew.is) sýndi mér glænýja sendingu af Azacca, humlar sem ég einfaldlega hafði ekki heyrt um fyrr en nýlega í tengslum við Cigar City /Borg collabið.

Azacca er nafn á guði landbúnaðar á Haiti, amerískt afbrygði sem er tiltölulega ný til komið á markað.  Lýsingarnar á eiginleikum hans eru lofandi „dual-use hop, giving off a pleasant mix of tropical fruits kissed with citrus. On the palate this hop is particularly spicy, with mango, pineapple and some pine-like and tangerine-esque qualities“.

Alla vega mig langar að nota þennan í næsta bjór og haug af honum, ég mun svo nota allt hitt líka til að klára lagerinn minn.  Grunnuppskriftin verður Pliny klónn frá Kela, bjór sem ég hef gert áður og er gríðarlega góður nema nú verður hann jú með bland í poka humlum og vonandi einhver tropical áhrif frá Azacca 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s