nano bjórbar opnar formlega

wp-1473289616588.jpgHinn 3. september 2016 ákvað ég að opna nano bruggbar „formlega“.  Að sjálfsögðu bara enn ein afsökunin fyrir að fá góða gesti í heimsókn og svo er þetta alltaf viss pressa á að klára það sem klára þarf.  Já og er ekki alltaf gaman að fá smá hrós fyrir verkin sín? Ég held að ég hafi náð að klára nánast allt og telst bruggbarinn í raun full kláraður.  Það má þó alltaf ditta að og bæta við.  T.d. er næsta skref að smíða handföng á dælurnar tvær.

Alla vega, það var mjög góðmennt á þessum viðburði sem fór fram sem innlit milli kl 16 og 20.  Tvær gerðir bjórs voru í boði á dælu Paradox IMP og Punk Wanna B.  Ég verð að segja að Punkinn var ofsalega vel lukkaður og ég er afar stoltur yfir feedbackinu frá gestum.  Það er mikilvægt að heyra hvernig mönnum líkar bjórinn svo framþróun geti átt sér stað, ég er þó nokkuð viss um að flestir myndu ekki gefa slæma dóma en Hauk Heiðar Leifsson treysti ég til að koma með ófegrað álit og það sama á við um þá félega í Digra brugghúsi Gunnar Óla, Inga Má og Andra Þór (Járn og Gler).  Ég má til með að bæta því við að allir þessir voru bara nokkuð ánægðir með ölið.   Bjórinn kláraðist um kl 19:00 en þá voru dósir frá Gæðingi í boði, Sumar Tumi og Micro og allir bara sáttir.

Ég vil svo bara þakka fyrir innlitið kæru vinir.  Hlakka til að fá ykkur aftur í smakk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s