Punk Wanna B kemur vel út

20160801_130924 (2).jpg

Ég gerði enn eina uppskriftina úr BrewDog bókinni um daginn, Punk IPA klón.  Gertími var rétt um 11 dagar og svo henti ég honum á kút og þurrhumlaði í kútnum á meðan ég fór erlendis í 12 daga.  Útkoman er flott og má nú smakka Punk Wanna B á krana á Nano hjá mér.  Reyndar komu upp smá vandræði sem ég er að skoða, eitthvað aukabragð sem ekki var fyrst er að gera vart við sig…þetta er eitthvað sem vinir mínir finna ekki svo sem en þar sem ég er nú aðalega að brugga fyrir sjálfan mig þá er þetta ekki nógu gott.  Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, þ.e.a.s ég er ánægður með ölið en svo daginn eftir eða svo er hann bara ekki eins góður.  Gunnar Óli (snillingur í bjór og bruggi) er að spá í súrefnisáhrifum og það er vert að skoða.  Við ræddum einnig um mögulega áhrif  frá geri sem hefur þyrlast upp.  Það gæti nefnilega vel verið.  Ég hef því ákveðið að láta kútinn standa í tvo daga og sjá hvort þetta lagist.  Á þeim tíma ætti ger í upplausn að hafa botnfallið.  Er einhver þarna úti annars með hugmynd?

Ein athugasemd við “Punk Wanna B kemur vel út

  1. Bara smá update ef einhver hefur áhuga á að vita. Þá er skýringin á þessum breytingum í bjórnum líklega að ég hef verið að þyrla upp gerinu með tilfæringum. Lét bjórinn alveg óhreifðan í 2 daga og þá lagaðist hann 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s